Skilaboð fagnaðarerindis
– Vinsamlegast lesið eftirfarandi:
Fyrsta bók Móse 1:1 | Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. |
Róm 3:23 | allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð |
Jóh 8:34 | Jesús svaraði þeim: “Sannlega, sannlega segi ég yður: Hver sem syndina drýgir, er þræll syndarinnar. |
Guð skapaði okkur en við þekkjum hann ekki og erum aðskilin frá honum sökum okkar synduga eðlis. Líf okkar án Guðs hefur enga merkingu og engan tilgang. Afleiðingar syndar okkar er dauði, bæði andlega og líkamlega. Andlegur dauðir þýðir að vera aðskilin frá Guði. Líkamlegur dauðir er rotnun líkamans. Ef við deyjum í synd okkar erum við að eilífu aðskilin frá Guði og endum í helvíti. Hvernig getum við frelsað okkur frá syndum okkar og snúið aftur til Guðs? Við getum ekki frelsað okkur því syndug manneskja getur ekki frelsað sig (á sama máta og drukknandi manneskja getur það ekki). Aðrir geta heldur ekki bjargað okkur því öll erum við syndug (ein drukknandi manneskja getur ekki bjargað annarri drukknandi manneskju, báðar þarfnast hjálpar). Við þörfnumst einhvers sem er án syndar (ekki að drukkna) til að frelsa okkur frá syndum okkar. Aðeins syndlaus manneskja getur frelsað okkur. Hvernig skal finna syndlausa manneskju í syndugum heimi þar sem allir hafa syndgað?
Róm 6:23 | Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum. |
Jóh 3:16 | Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. |
Matt 1:23 | “Sjá, mærin mun þunguð verða og son ala. Nafn hans mun vera Immanúel,” það þýðir: Guð með oss. |
Jóh 8:23 | En hann sagði við þá: “Þér eruð neðan að, ég er ofan að. Þér eruð af þessum heimi, ég er ekki af þessum heimi. |
Mark 1:11 | Og rödd kom af himnum: “Þú ert minn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknun.” |
Jóh 8:36 | Ef sonurinn gjörir yður frjálsa, munuð þér sannarlega verða frjálsir. |
Jóh 3:3 | Jesús svaraði honum: “Sannlega, sannlega segi ég þér: Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju.” |
Jóh 1:12 | En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans. |
Guð, sem skapaði okkur og elskar okkur mikið, gaf okkur lausnina. Sökum hans gríðarmiklu ástar í garð okkar sendi hann sinn eigin son, Jesús, til að deyja fyrir syndir okkar. Jesús er syndlaus því hann tilheyrir ekki þessum heimi og á jörðinni vann hann bug á freistingu djöfulsins fyrir að syndga. Líf hans gladdi Guð á himnum. Jesús tók syndir okkar og dó á krossinum fyrir syndir okkar. Hann er bjargvættur lífs okkar (Jesús getur bjargað okkur því hann var ekki að drukkna). Tilgangur þess að Jesús deyr á krossinum er að greiða fyrir syndir okkar og þannig losa okkur undan þeim og endurheimta okkar brostna samband við Guð. Við lifnum við frá andlegum dauða (aðskilnaði frá Guði) í gegnum mátt Guðs. Þetta nýja samband kallast endurfæðing. Þetta færir okkur aftur tilgang okkar hvað varðar sköpun og líf, veitir okkur sanna merkingu og tilgang lífs.
Jóh 11:25 | Jesús mælti: “Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi |
Róm 6:9 | vitum að Kristur, upp vakinn frá dauðum, deyr ekki framar. Dauðinn drottnar ekki lengur yfir honum. |
Pos 2:24 | Guð leysti hann úr nauðum dauðans og reisti hann upp, enda gat það aldrei orðið, að dauðinn fengi haldið honum. |
Róm 14:9 | Því að til þess dó Kristur og varð aftur lifandi, að hann skyldi drottna bæði yfir dauðum og lifandi. |
Pos 1:11 | og sögðu: “Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem varð upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.” |
Hver eru merki þess að fórn Jesú með því að deyja fyrir syndir okkar hafið verið samþykkt af Guði á himnum? Sönnunin er upprisa Krists frá dauðum af Guði. Með upprisuninni er það sannað að Jesú vinnur bug á dauðanum (dauðinn hefur engan mátt yfir honum). Þess vegna, þar sem Jesús lifir, getum við einnig lifað. Líf hans í okkur veitir okkur líf. Einnig þar sem hann rís upp er hann lifandi í dag.
Jóh 5:24 | Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem heyrir orð mitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefur eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur er hann stiginn yfir frá dauðanum til lífsins. |
Jóh 10:9 | Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig, mun frelsast, og hann mun ganga inn og út og finna haga. |
Jóh 14:6 | Jesús segir við hann: “Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig. |
Jóh 8:24 | Þess vegna sagði ég yður, að þér munduð deyja í syndum yðar. Því ef þér trúið ekki, að ég sé sá sem ég er, munuð þér deyja í syndum yðar.” |
Pos 4:12 | Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.” |
Róm 10:13 | Því að “hver sem ákallar nafn Drottins, mun hólpinn verða.” |
Róm 10:11 | Ritningin segir: “Hver sem trúir á hann, mun ekki til skammar verða. |
Róm 2:11 | Því að Guð fer ekki í manngreinarálit. |
Róm 3:22 | Það er: Réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist öllum þeim til handa, sem trúa. Hér er enginn greinarmunur: |
Róm 10:9 | Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn – og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. |
Hvernig má fjarlægja syndir okkar og hvernig getum við fengið þetta nýja líf? Með því að trúa á Jesú sem drottinn okkar og frelsara. Ef við iðrumst okkar syndugu hátta og köllum á Jesú til að fyrirgefa okkur og frelsa okkur mun hann gera það. Jesús er sonur Guðs og kom á jörðina til að deyja fyrir syndir okkar. Þeir sem búa á jörðinni og setja traust sitt í hans hendur hljóta fyrirgefningu frá Guði, eru frelsaðir frá syndum sínum (og helvíti) og hljóta nýtt líf frá Guði. Guð fer ekki í manngreinarálit. Landið sem við búum í, tungumál okkar, fátækt eða ríkidæmi, kyn, aldur eða annar líkamlegur mismunur skiptir hann ekki máli. Allir sem trúa og játa Jesús eru frelsaðir. Eftirfarandi er bæn sem þú getur beðið ef þú ákveður að fylgja Jesú:
Guð á himnum, takk fyrir að senda þinn eingetna son Jesú til að deyja fyrir syndir mínar þannig að ég frelsist og fái nýtt líf á himnum. Ég iðrast hátta minn og bið um fyrirgefningu fyrir syndir mínar. Ég trúi á Jesú og tek á móti Jesús sem drottni mínum og frelsara. Hjálpaðu mér og leiddu mig til að lifa lífi sem þér þóknast í þessu nýja lífi sem þú veittir mér. Amen
Ef þú hefur farið með bænina að ofan skaltu biðja Guð um að sýna þér í hvaða kirkju þú átt að fara. Talaðu reglulega við Guð og Guð mun tala við þig Hlustaðu a rödd Guðs. Guð mun leiða þig. Hann elskar þig og mun annast þig. Þú getur treyst honum. Hann bregst aldrei þeim sem treysta honum. Guð er góður Guð. Honum má treysta. Þú getur treyst honum fyrir lífi þínu. Segðu honum frá þörfum þínum. Honum er annt um þig og mun blessa þig. Guð segir: ‘Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig’. Treystu Guði. Fáðu blessun í gegnum Guð.
Lestu Biblíuna reglulega og byrjaðu á Jóhannesarguðspjalli. Frekari upplýsingar á Internetinu má finna með því að smella hér.